Sumir fulltrúar fóru yfir strikið

00:00
00:00

Yf­ir­maður CIA, John Brenn­an, viður­kenndi í dag að sum­ir þeirra sem fram­kvæmdu yf­ir­heyrsl­ur fyr­ir Banda­rík­in síðastliðinn ára­tug hefðu notað óheim­ilaðar og and­styggi­leg­ar aðferðir, og sagðist trúa því að pynd­ing­ar ættu til að gefa af sér ósann­ar upp­lýs­ing­ar.

Á blaðamanna­fundi í höfuðstöðvum leyniþjón­ust­unn­ar í Langley, sem tal­inn er sá fyrsti í sögu CIA, tók Brenn­an til varn­ar fyr­ir und­ir­menn sína, og sagði að yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra færi ekki illa með fanga stofn­un­ar­inn­ar. Hann gekkst þó við því að sum­ir þeirra hefðu seilst lengra en fyr­ir­skip­an­ir heim­iluðu og misþyrmt ein­stak­ling­um í haldi.

Brenn­an sagði að pynd­ing­arn­ar hefðu komið til sam­fara áhyggj­um af ann­arri öldu of­beld­is af hendi Al Kaída í kjöl­far árás­anna 11. sept­em­ber 2011, þegar leyniþjón­ust­an reyndi hvað hún gat að tak­ast á við verk­efni sem hún hafði enga reynslu af.

„Við vor­um ekki und­ir­bú­in,“ sagði hann, um þá ákvörðun Geor­ge W. Bush að heim­ila harka­legri yf­ir­heyrsluaðferðir, sem nú hafa verið for­dæmd­ar sem pynd­ing­ar. Barack Obama felldi um­rædda heim­ild úr gildi árið 2009.

„Í tak­mörkuðum fjölda til­fella, beittu full­trú­arn­ir yf­ir­heyrsluaðferðum sem höfðu ekki verið heim­ilaðar, voru and­styggi­leg­ar og all­ir ættu rétti­lega að hafna,“ sagði Brenn­an.

Stjórn­mála­menn og fleiri deila nú um það hvort ákvörðun Bush átti rétt á sér en Brenn­an sagði ómögu­legt að vita hvort yf­ir­heyrsluaðferðirn­ar hefðu gefið af sér gagn­leg­ar upp­lýs­ing­ar.

„Ég hneig­ist til þess að trúa að beit­ing þving­andi aðferða sé afar lík­legt til að skila sér í röng­um upp­lýs­ing­um,“ sagði hann.

Brenn­an sagði að upp­lýs­ing­arn­ar sem feng­ust hjá föng­um CIA hefðu vissu­lega komið að gagni við leit­ina að Osama bin Laden, en ómögu­legt væri að segja hvort nauðsyn­legt hefði verið að beita harka­legri aðferðum en venju­lega.

„Það er eng­in leið til að vita hvort upp­lýs­ing­ar sem feng­ust hjá ein­stak­lingi sem hafði verið beitt­ur aðferðunum á ein­hverj­um tíma á meðan hann var í haldi hefðu feng­ist með öðrum leiðum,“ sagði hann.

Hann neitaði að svara því hvort um­rædd­ar aðferðir jafn­giltu pynd­ing­um en sagði að CIA kæmi ekki leng­ur að því að fanga fólk og yf­ir­heyra grunaða. Þá hefði verið ráðist í úr­bæt­ur til að tryggja að mis­beit­ing af þessu tagi end­ur­tæki sig ekki.

Hann sagði mál til komið að horfa fram á veg­inn en gagn­rýndi jafn­framt ný­út­komna skýrslu þing­nefnd­ar öld­unga­deild­ar­inn­ar um aðgerðir CIA, þar sem stofn­un­in er harðlega gagn­rýnd og m.a. sökuð um að blekkt stjórn­völd og al­menn­ing hvað varðaði um­fang og ár­ang­ur yf­ir­heyrsluaðferða sinna.

Á meðan blaðamanna­fund­in­um stóð svaraði Di­anne Fein­stein, formaður þing­nefnd­ar­inn­ar, Brenn­an jafn­h­arðan á Twitter og benti m.a. á að hin 500-blaðsíðna sam­an­tekt sem birt var í vik­unni, væri aðeins brot af hinni 6.700 blaðsíðna skýrslu, og hafnaði þeirri ásök­un að nefnd­in hefði valið skaðvæn­leg­asta efnið til birt­ing­ar.

Yfirmaður CIA, John Brennan, gekkst við því að einhverjir fulltrúa …
Yf­ir­maður CIA, John Brenn­an, gekkst við því að ein­hverj­ir full­trúa leyniþjón­ust­unn­ar hefðu gengið of langt, en vildi ekki svara því hvort aðferðirn­ar sem þeir beittu jafn­giltu pynd­ing­um. AFP
Formaður þingnefndarinnar, Dianne Feinstein, notaði Twitter til að svara Brennan …
Formaður þing­nefnd­ar­inn­ar, Di­anne Fein­stein, notaði Twitter til að svara Brenn­an á meðan blaðamanna­fund­in­um stóð. AFP
Blaðamannafundurinn fór fram í höfuðstöðvum CIA í Langley.
Blaðamanna­fund­ur­inn fór fram í höfuðstöðvum CIA í Langley. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert