Bónorðið endaði með ósköpum

Kraninn var hár og fór í gegnum þak nágrannans af …
Kraninn var hár og fór í gegnum þak nágrannans af krafti. Skjáskot af BBC

Hollendingur sem ætlaði að biðja kærustunnar úr krana varð ekki að ósk sinni. Skýringin er sú að kranabíllinn valt á hliðina og fór í gegnum þak á húsi. Rýma þurfti húsið vegna þessa.

Í frétt BBC kemur fram að maðurinn hafi viljað koma kærustunni á óvart og birtast í körfu kranans við svefnherbergisgluggann með bónorðið á vörunum. Ekki fór þetta alveg eins og áætlað var, kraninn valt og skall á þaki húss nágrannans með fyrrgreindum afleiðingum.

Þess má þó geta að konan tók vel í bónorðið og sagði já.

En þar með er ekki öll sagan sögð. Þegar verið var að rétta kranann við valt hann aftur. Enginn slasaðist.

Hér má sjá myndband af því þegar kraninn fer í gegnum þakið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert