Varaði Grikki við að kjósa rangt

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandið, Jean-Claude Juncker, hefur varað Grikki við að kjósa „öfgaöfl“ til valda í forsetakosningunum sem fram fara í Grikklandi á miðvikudaginn og þingkosningum sem kann að vera boðað til í framhaldinu. Sagðist hann í sjónvarpsumræðum frekar vilja sjá „kunnugleg andlit“ kosin.

„Ég held að Grikkir, sem eiga við mikla erfiðleika að etja, viti vel hvað röng kosninganiðurstaða hefði í för með sér fyrir Grikkland og evrusvæðið,“ sagði Juncker í umræðunum samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com. „Ég myndi ekki vilja að öfgaöfl kæmust til valda.“ Takist ekki að kjósa forseta í forsetakosningunum eftir þrjár tilraunir gæti það kallað á þingkosningar.

Róttæki vinstriflokkurinn Syriza er með mest fylgi grískra stjórnmálaflokka samkvæmt skoðanakönnunum en flokkurinn vill að erlendar skuldir Grikklands verði afskrifaðar og að aðhaldsaðgerðum í landinu verði hætt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert