Vilja vera í ESB en ekki evruna

Ljósmynd/Norden.org

Mik­ill meiri­hluti Svía er sem fyrr and­víg­ur upp­töku evr­unn­ar í stað sænsku krón­unn­ar en á sama tíma er meiri­hluti þeirra hlynnt­ur áfram­hald­andi veru í Evr­ópu­sam­band­inu (ESB). Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar. Frétta­vef­ur­inn Europa­porta­len.se seg­ir frá.

Sam­kvæmt könn­un­inni, sem gerð var á veg­um sænsku hag­stof­unn­ar, eru 76,9% Svía and­víg því að evr­an verði gerð að gjald­miðli Svíþjóðar. Ein­ung­is 13,2% eru því hlynnt en aðrir óákveðnir. Andstaðan við upp­töku evru hef­ur verið á svipuðu róli frá ár­inu 2011.

Hins veg­ar eru 50,5% Svía hlynnt því að vera áfram aðilar að ESB en 20,9% því and­víg. Haft er eft­ir Douglas Bromm­es­son, stjórn­mála­fræðingi við Há­skól­ann í Lundi, að ver­an í ESB hafi smám sam­an orðið hluti af sænsk­um stjórn­völd­um og stjórn­mála­flokk­ar sem áður hafi verið and­víg­ir henni aðlag­ast þeim veru­leika.

Hvað varðar evr­una seg­ir Bromm­es­son efna­hagserfiðleik­ana á evru­svæðinu vera stóra skýr­ingu á mik­illi and­stöðu við hana á meðal Svía. „Kannski má segja að stuðning­ur við ver­una í ESB og andstaða við upp­töku evr­unn­ar hafi orðið að mála­miðlun í þjóðfé­lag­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert