„Drepið þau“

AFP

Nánast ekkert lífsmark er í Peshawarborg í Pakistan enda syrgja borgarbúar þá sem féllu í fjöldamorðunum í grunnskóla þar í gær. Alls létust 145, þar af 132 börn í árás talibana. Árásarmennirnir eltu börnin uppi, drógu þau jafnvel undan bekkjum og stólum til þess eins að skjóta þau. Þriggja daga þjóðarsorg er í Pakistan vegna fjöldamorðanna sem eru þau skelfilegustu af hálfu talibana í Pakistan. 

Allir markaðir eru lokaðir í Pashawar enda stór hluti borgarbúa viðstaddir útfarir út um alla borg.

„Jafnvel börnin deyja í víglínu stríðsins gegn hryðjuverkum,“ segir varnarmálaráðherra Pakistans, Khawaja Asif, í samtali við CNNN. „Því minni sem líkkistan er - því erfiðara er að bera hana,“ bætir hann við.

Í dag tilkynnti forsætisráðherra Pakistans, Nawaz Sharif, að hann hefði aflétt banni við því að dæma fólk til dauða fyrir hryðjuverk.

Brenndu kennarana lifandi

Sex talibanar réðust inn í skólann í gærmorgun. Voru þeir þungvopnaðir auk þess sem þeir voru með sprengiefni fast við líkama sína er þeir ruddust inn í sal skólans þar sem fjölmargir nemendur voru í prófi. Létu þeir skothríðina dynja á börnunum og brenndu kennara þeirra lifandi.

Nemandi sem CNN ræddi við, Ahmed Faraz, 14 ára, var inni í salnum þegar fjórir eða fimm hryðjuverkamenn réðust þar inn og hófu skothríð. „Guð er dásamlegur,“ öskruðu þeir á sama tíma og þeir drápu allt sem fyrir þeim varð. Hann segir að þeir hafi elt uppi skelfingu lostin börnin. „Það er fullt af krökkum undir bekkjunum,“ segir Ahmed að einn talibananna hafi æpt. „Drepið þau.“

Ahmed hafði sjálfur falið sig undir bekk en hann fékk skot í öxlina. En hann ráði að flýja þegar árásarmennirnir fóru út úr salnum til þess að leita að fleiri fórnarlömbum.

 Mohammad Bilal tólf ára segir að hann hafi setið fyrir utan skólastofu sína og verið í stærðfræðiprófi þegar skothríðin hófst. Hann náði að flýja út úr skólanum og slapp lifandi frá árásarmönnunum.

CNN segir að þegar hermennirnir komust inn í skólann hafi alblóðug börn legið eins og hráviði út um allt. Í einhverjum tilvikum hafði þeim verið staflað upp. Þegar umsátrinu lauk voru allir árásarmennirnir dauðir en ekki er vitað á þessari stundu hversu margir þeirra frömdu sjálfsvíg og hversu margir þeirra voru drepnir af hermönnum.

Auk þeirra fjölmörgu sem létust í árásinni þá eru yfir 100 særðir og fjölmargir þeirra eru með skotsár. Alls eru 1.100 nemendur í skólanum og eru flestir þeirra börn hermanna í Peshawar.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
Það er ekki hægt að setja sig í spor þeirra …
Það er ekki hægt að setja sig í spor þeirra foreldra sem fengu þær fréttir í gær að börn þeirra hafi verið myrt með köldu blóði. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert