Fleiri telja áhrif innflytjenda neikvæð

AFP

Margir Evrópumenn eru þeirrar skoðunar að innflytjendur til heimalanda þeirra hafi frekar haft neikvæð áhrif en jákvæð ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem breska fyrirtækið YouGov gerði í sex ríkjum Evrópusambandsins auk Noregs.

Samkvæmt skoðanakönnuninni eru fleiri þeirrar skoðunar í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Finnlandi og Noregi að áhrifin í þeim efnum hafi verið neikvæð. Einungis var í Svíþjóð voru fleiri á því að áhrifin hefðu verið jákvæð frekar en neikvæð.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að mestur stuðningur við þá skoðun að áhrif innflytjenda hafi fremur verið neikvæð væri að finna í Frakklandi. Þar hafi 53% telji áhrif innflytjenda neikvæð en 9% telja þau jákvæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert