Margir Evrópumenn eru þeirrar skoðunar að innflytjendur til heimalanda þeirra hafi frekar haft neikvæð áhrif en jákvæð ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem breska fyrirtækið YouGov gerði í sex ríkjum Evrópusambandsins auk Noregs.
Samkvæmt skoðanakönnuninni eru fleiri þeirrar skoðunar í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Finnlandi og Noregi að áhrifin í þeim efnum hafi verið neikvæð. Einungis var í Svíþjóð voru fleiri á því að áhrifin hefðu verið jákvæð frekar en neikvæð.
Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að mestur stuðningur við þá skoðun að áhrif innflytjenda hafi fremur verið neikvæð væri að finna í Frakklandi. Þar hafi 53% telji áhrif innflytjenda neikvæð en 9% telja þau jákvæð.