Ísraelar gerðu loftárás á skotmörk í suðurhluta Gaza í nótt eftir að eldflaug frá Palestínu var skotið á Ísraelsríki. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins á Gaza segir enga hafa látist í árásinni, en hún er sú fyrsta sem Ísrael gerir á Gaza ströndina síðan í ágúst þegar friðarsamningur var undirritaður.
Þá hafði 50 daga stríð staðið milli Ísrael og Palestínu sem hafði kostað fjölda manns lífið.
Uppfært 23:11: Ísraelski herinn herinn hefur staðfest að árásin átti sér stað og að henni hafi verið beint að innviðum Hamas sem væru ætlaðir fyrir hryðjuverk. Sagði talsmaður Ísraelshers að Hamas væri ábyrgt fyrir eldflaugaárásinni á Ísrael fyrr í dag.