Hvattir til að vera í skotheldum vestum

Lögreglumannanna minnst í New York.
Lögreglumannanna minnst í New York. AFP

Lög­reglu­embætti víða um Banda­rík­in skipa nú lög­reglu­mönn­um sín­um að ganga í skot­held­um vest­um. Verka­lýðsfé­lög lög­reglu­manna hafa hvatt til þess sama. Mik­il ólga er víða um Banda­rík­in vegna morða á lög­reglu­mönn­um í New York um helg­ina. Síðustu mánuði hafa fjöl­menn mót­mæli átt sér stað víða um landið vegna mála er tengj­ast dráp­um hvítra lög­reglu­manna á óvopnuðum, svört­um mönn­um.

Tveir lög­reglu­menn voru skotn­ir í höfuðið í New York á laug­ar­dags­kvöld. Þeir sátu í bíl sín­um við eft­ir­lits­störf. Sá sem myrti þá, hinn 28 ára gamli Ismaaiyl Brinsley, hafði hótað of­beldi á sam­fé­lags­miðlum. Hann svipti sig lífi eft­ir að hafa skotið lög­reglu­menn­ina.

Brinsley var svart­ur. Lög­reglu­menn­irn­ir voru af asísku og suður­am­er­ísku bergi brotn­ir.

Í kjöl­far morðanna sendi verka­lýðsfé­lag lög­reglu­manna út skila­boð til 35 þúsund lög­reglu­manna í borg­inni og sagði þeim að fara ekki í út­köll nema á tveim­ur bíl­um sam­tím­is. Þá voru lög­reglu­menn­irn­ir hvatt­ir til að hand­taka ekki fólk nema að brýna nauðsyn beri til. Þetta kem­ur fram í frétta­skýr­ingu AP-frétta­stof­unn­ar.

Sam­bæri­leg skila­boð voru einnig send út til lög­reglu­manna í New Jers­ey. Í þeim voru lög­reglu­menn hvatt­ir til að forðast fólk sem væri að leita eft­ir átök­um. Þá hef­ur lög­reglu­stjóri inn­an lög­regl­unn­ar í New York hvatt sitt fólk til að gæta orða sinna á sam­fé­lags­miðlum.

Þeir sem standa að mót­mæl­um vegna hörku lög­reglu gagn­vart svört­um mönn­um, verið beðnir að hvetja til still­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert