Skref í átt að NATO-aðild Úkraínu

Frá úkraínska þinginu sem samþykkti í dag að draga til …
Frá úkraínska þinginu sem samþykkti í dag að draga til baka hlutleysi sitt í hernaðarmálum. AFP

Úkraínska þingið samþykkti í dag að falla frá hlut­leysi lands­ins og er það talið stórt skref í átt að því að Úkraína ger­ist aðili að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO). Rúss­nesk­ir ráðamenn gagn­rýna ákvörðunin harðlega og segja hana geta leitt til þess að Úkraína verði hernaðarleg­ur and­stæðing­ur Rússa.

Úkraínu­menn tóku upp hlut­leysi árið 2010 und­ir þrýst­ingi frá Rúss­um en þeir höfðu fal­ast eft­ir inn­göngu í NATO fyrst eft­ir að Sov­ét­rík­in liðu und­ir lok. Hlut­leysið hef­ur komið í veg fyr­ir að Úkraína gengi í nokk­ur hernaðarbanda­lög. Petro Porosj­en­kó, for­seti lands­ins, hef­ur hins veg­ar heitið því að koma Úkraínu und­ir her­vernd vest­ur­veld­anna.

Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, krafðist þess í dag að stjórn­völd í Kænug­arði hættu að ögra og samþykkja aðgerðir sem ykju aðeins á spenn­una milli ríkj­anna tveggja. Dmitrí Med­vedev, for­sæt­is­ráðherra, gekk enn lengra og sagði að sækti Úkraína um aðild að NATO þýddi það að Úkraínu­menn yrðu hernaðarand­stæðing­ur Rússa.

„Og land okk­ar verður að svara þeim,“ skrifaði Med­vedev á Face­book.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert