Vinsældir Obama aukast

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur m.a. aflað sér vinsælda með …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur m.a. aflað sér vinsælda með aðgerðum í innflytjendamálum og samskiptum við Kúbu. AFP

Bættar horfur í efnahagsmálum eru talin ástæða þess að vinsældir Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, mælast nú meiri en þær hafa gert frá því vorið 2013. Meirihluti landsmanna er enn ósáttur við störf forsetans en 48% þeirra segjast nú ánægðir með hann.

Vinsældir Obama tóku mesta stökkið á meðal kvenna, óháðra kjósenda og yngra fólks. Um 10% fleiri úr þessum hópi styðja nú forsetann en fyrir mánuði. Fyrir utan efnahagsmálin eru einhliða aðgerðir hans í innflytjendamálum og til að bæta samskiptin við Kúbu taldar stuðla að auknum vinsældum hans.

Könnunin, sem sjónvarpsstöðin CNN lét gera, sýnir einnig að meirihluti Bandaríkjamanna lítur efnahag landsins jákvæðum augum í fyrsta skipti í sjö ár. Það er mikil aukning frá því í október þegar 38% svarenda voru þeirrar skoðunar.

Þrátt fyrir þetta er meirihluti aðspurðra enn andsnúinn forsetanum. Þannig telja 56% Obama ekki hafa staðið undir væntingum sínum og 49% telja hann leiða landið í ranga átt.

Frétt CNN af skoðanakönnuninni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert