Betlehem iðar af lífi

Fjölmargir pílagrímar leggja leið sína til Betlehem, borgarinnar þar sem Jesús er sagður hafa fæðst, um jólin. Betlehem iðaði af lífi í gærdag og á miðnætti fór fram messa í kirkju sem reist var á þeim stað þar sem talið er að Jesús litli hafi komið í heiminn.

Árið sem senn er á enda hefur einkennst af mikilli ólgu í Ísrael og Palestínu. Um 2.200 Palestínumenn í Gaza hafa fallið í átökunum sem hafa skilið borgina eftir í rústum. „Allt sem ég vil í jólagjöf er réttlæti,“ sagði Mahmud Abbas, forseti Palestínu, í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert