„Svo mörg tár þessi jólin“

Frans páfi flytur jólaávarp sitt á Péturstorginu.
Frans páfi flytur jólaávarp sitt á Péturstorginu. AFP

Frans páfi bað um að „grimmilegum“ trúarofsóknum, morðum og mannránum yrði hætt, í jólablessun sinni í dag. Þá bað hann um að ofbeldi gegn börnum yrði útrýmt.

Páfi fjallaði m.a. um átökin í Úkraínu, Líbíu og víða annars staðar. Hann nefndi sérstaklega grimmilega árás á skóla í Pakistan í síðustu viku. Þá fjallaði hann einnig um ebólu-faraldurinn í Vestur-Afríku.

„Sannarlega eru svo mörg tár þessi jólin,“ sagði Frans.

Páfi sagði að mikill fjöldi barna byggi við ofbeldi. Hann bað Jesús að hugga fjölskyldur barnanna sem féllu í árásinni í skólanum í Pakistan. 133 börn létu lífið í árásinni.

Páfi flutti jólaávarp sitt á Péturstorginu í morgun. Hann talaði einnig um ofbeldi Ríki íslams í Sýrlandi og Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka