Fangaskipti í Úkraínu

Þúsundir hafa fallið í átökunum í Úkraínu.
Þúsundir hafa fallið í átökunum í Úkraínu. AFP

Fangaskipti hafa átt sér stað við borgina Donetsk í Úkraínu, en hún er í haldi uppreisnarmanna sem eru hliðhollir Rússum. Uppreisnarmenn hafa sleppt 150 hermönnum í staðinn fyrir 222 fanga sem voru í haldi úkraínskra yfirvalda.

Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Þar segir að óstaðfestar ljósmyndir sem birtar hafi verið á Twitter sýni menn í borgaralegum klæðnaði standa á vegi við hlið hermanna sem gefi þeim fyrirmæli.

Friðarviðræður sem fóru fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi í vikunni luku án niðurstöðu. Alls hafa 4.700 fallið í stríðsátökunum í Úkraínu sem hófust sl. vor. 

Þrátt fyrir að það hafi dregið úr þeim þá er enn barist í landinu og hafa 1.300 fallið frá því tilkynnt var um vopnahlé í september sl. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert