Slepptu pilti sem móðgaði forsetann

Erdogan virðist ekki hika við að láta handtaka þá sem …
Erdogan virðist ekki hika við að láta handtaka þá sem hallmæla honum. AFP

Tyrk­nesk­ur dóm­stóll sleppti í dag 16 ára göml­um ung­lings­pilt sem var hand­tek­inn fyr­ir að móðga Recep Tayyip Er­dog­an, for­seta lands­ins. 

At­vikið þykir renna stoðum und­ir þær skoðanir að Er­dog­an haldi áfram í átt að auk­inni vald­boðsstefnu. 

Pilt­ur­inn, sem heit­ir Meh­met Emin Alt­uns­es, var sleppt laus­um í kjöl­far at­huga­semda lög­manns hans. Tyrk­neska frétta­stof­an Anatolia seg­ir enn mögu­legt að réttað verði í máli hans. 

For­eldr­ar Alt­uns­es tóku á móti hon­um er hann yf­ir­gaf dóms­húsið í höfuðborg­inni An­kara. Dreng­ur­inn faðmaði móður sína en um leið lýsti hann því yfir að hann muni ekki láta af póli­tísk­um aðgerðum. Hann seg­ir að hann sé ekki hryðju­verkamaður held­ur hermaður Mu­stafa Kemal Ataturk, sem er stofn­andi Tyrk­lands. 

„Það kem­ur keki til greina að stíga til baka og af stígn­um, við mun­um halda áfram á sömu braut,“ sagði hann. 

Á aðfanga­dag hélt Alt­uns­es ræðu í borg­inni Konya, sem er höfuðvígi Rétt­læt­is- og þró­un­ar­flokks­ins, AKP, sem er flokk­ur Er­dog­ans, en flokk­ur­inn á ræt­ur í íslam. Þar sakaði pilt­ur­inn Er­dog­an og stjórn­ar­flokk­inn um spill­ingu. 

Síðdeg­is á miðviku­dag var sóttu lög­reglu­menn pilt­inn þar sem hann var stadd­ur í miðri kennslu­stund í skól­an­um sín­um. Hann var færður á lög­reglu­stöð þegar í stað þar sem hann var yf­ir­heyrður. Dóm­ari gaf í fram­hald­inu út hand­töku­skip­un á hend­ur Alt­uns­es.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka