Sveinki gaf afa viskí og hríðskotabyssu

Byssur af öllum stærðum og gerðum var að finna í pökkum sem lágu undir jólatrjám víðsvegar í Bandaríkjunum á jóladag.

Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Washington Post, en þar segir að byssusala fyrir jólin sé mjög mikil. Fólk á öllum aldri fær byssur að gjöf - konur jafnt sem karlar. 

Með fréttinni eru birtar twitterfærslur með myndum af ánægðum byssueigendum á jóladag, þar á meðal af eldri herramanni sem fékk byssu af gerðinni AR-15 og viskíflösku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka