Nigel Farage maður ársins

Nigel Farage.
Nigel Farage. AFP

Breska dagblaðið Times hefur útnefnt Nigel Farage, leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), mann ársins í Bretlandi.

Farage hefur verið áberandi í stjórnmálaumræðunni í Bretlandi á árinu en flokkur hann hefur aukið mjög fylgi sitt auk þess sem hann fékk í fyrsta sinn fulltrúa kjörna á breska þingið. Helsta stefnumál flokksins er að Bretar yfirgefi Evrópusambandið en flokkurinn hefur einnig kallað eftir strangari innflytjendalöggjöf.

Skiptar skoðanir eru á útnefningunni miðað við samskiptavefinn Twitter. Notandi að nafni Rob B. segist hins vegar skammast sín fyrir útnefningu Times. Hún þýði að Bretland sé myrkari staður fyrir vikið. Judy Astley veltir því fyrir sér hversu mikið dagblaðið hafi lagt á sig við að finna Breta ársins. Sjálfur skrifar Farage á vefinn að hann sé þakklátur fyrir hana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert