Þrælahald á norskum bílaþvottastöðvum

Frá Ósló
Frá Ósló AFP

Aðstæður á fjöl­mörg­um bílaþvotta­stöðvum í Nor­egi minna helst á þræla­k­ist­ur og þar þrífst man­sal og ann­ar ólög­leg­ur inn­flutn­ing­ur á vinnu­afli. Sam­kvæmt frétt The Local og norska rík­is­út­varps­ins leiddu sam­eig­in­lega aðgerðir lög­regl­unn­ar, skatta­yf­ir­valda og stétt­ar­fé­laga í ljós að slíka ólög­lega starf­semi var að finna á 90% þeirra bílaþvotta­stöðva sem voru rann­sakaðar.

Rann­sókn­in hófst árið 2011 og átti aðeins að standa yfir í tak­markaðan tíma. En vegna þess sem fram hef­ur komið hef­ur verið ákveðið að halda starf­inu áfram og bar­átt­unni gegn slíkri þræl­a­starf­semi.

„Man­sal, ólög­leg­ir inn­flytj­end­ur, starfs­menn án bú­setu. Þetta er nú­tíma þræla­hald,“ seg­ir Knut-Mor­d­en Al­vestads, sem kem­ur að rann­sókn­inni á aðbúnaði starfs­manna. Á síðasta ári var 47 ólög­leg­um inn­flytj­end­um sem störfuðu á bílaþvotta­stöðvum í Ósló vísað úr landi. 

Erik Nil­sen, sem er full­trúi skatts­ins við rann­sókn­ina seg­ir að þess­ar öm­ur­legu aðstæður sem starfs­menn bílaþvotta­stöðva búi við stafi meðal ann­ars af því hvað viðskipta­vin­ir eru nísk­ir þegar kem­ur að því að greiða fyr­ir slíka þjón­ustu.

Viðskipta­vin­irn­ir beri ábyrgð. „Þetta snýst ekki bara um starfs­fólk sem býr og starfar við öm­ur­leg­ar aðstæður - það er ein­hver á bak við þetta og græðir pen­inga. Ef eitt­hvað er of ódýrt til að geta verið satt þá er það vænt­an­lega það,“ seg­ir Nil­sen í viðtali við The Local.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert