„Ég hef engin lög brotið“

Yevgenia Albats
Yevgenia Albats Wikipedia/ TarzanASG

Rit­stjóri rúss­neska tíma­rits­ins Novoye Vr­emya hef­ur verið ákærður fyr­ir að hlýða ekki fyr­ir­mæl­um um­ferðarlög­regl­unn­ar í Moskvu, höfuðborg lands­ins, og gæti fyr­ir vikið átt yfir höfði sér 15 daga fang­elsi verði hann fund­inn sek­ur. Tíma­ritið er þekkt fyr­ir gagn­rýni sína á rúss­nesk stjórn­völd.

Rit­stjór­inn, Yev­genia Al­bats, seg­ir á Twitter-síðu sinni að mál henn­ar verði tekið fyr­ir af dóm­stól­um á morg­un. Hún seg­ir málið til­hæfu­laust. Nokkr­ir um­ferðalög­reglu­menn hafi stöðvað hana á laug­ar­dag­inn og beðið um skil­ríki. Hún hafi orðið við því en eft­ir sem áður verið sökuð um að hlýða ekki fyr­ir­mæl­um lög­regl­unn­ar.

„Ég hef eng­in lög brotið,“ sagði hún í sam­tali við rúss­nesk­an út­varpsþátt og gaf í skyn að málið sner­ist um póli­tík. Spurð beint út í það vildi hún ekki svara því. Það get­ur varðað sekt eða 15 daga fang­elsi að hlýða ekki fyr­ir­mæl­um um­ferðarlög­reglu í Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert