Hættir hernaðaraðgerðum í Afganistan

AFP

Atlantshafsbandalagið (NATO) mun með formlegum hætti láta af hernaðaraðgerðum í Afganistan með sérstakri athöfn sem fram fer í Kabúl, höfuðborg landsins, síðar í dag. Frá og með 1. janúar mun NATO aðeins sinna því hlutverki að þjálfa afganska hermenn og lögreglumenn.

Fram kemur í frétt AFP að um 12.500 hermenn á vegum NATO verði áfram í Afganistan en þeir muni ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum með beinum hætti. Hernaðaraðgerðir NATO hafa staðið yfir í landinu frá árinu 2001 og hafa kostað 3.485 hermenn á vegum þess lífið. Þegar mest var voru um 130 þúsund hermenn í Afganistan á vegum bandalagsins frá 50 ríkjum en það var árið 2011.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert