Örvænting ríkir meðal farþega ferjunnar

Norman Atlantic
Norman Atlantic AFP

Einn hefur fundist látinn í sjónum skammt frá  ítölsku ferjunni Norman Atlantic en eldur kom upp í ferjunni í nótt á Jónahafi. Yfir 300 eru enn um borð í ferjunni og vinna björgunarmenn hörðum höndum að því að koma þeim frá borði.

Björgunarlið frá Grikklandi, Ítalíu og Albaníu tekur þátt í aðgerðunum en maðurinn sem lést er grískur og er verið að flytja lík hans til hafnar í ítölsku hafnarborginni Brindisi. Grísk kona sem er slösuð er einnig á leiðinni til hafnar með sama björgunarbát.

Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp á bílaþilfari ferjunnar þegar hún var í um það bil 44 sjómílna fjarlægð frá grísku eyjunni Korfú.

Nú síðdegis kom fram að 317 af 478 farþegum, sem voru um borð þegar eldurinn kom upp, séu enn um borð í ferjunni. 

Örvæntingarfullir farþegar hafa birt á netinu símamyndskeið þar sem þeir grátbiðja um að þeim verði bjargað af ferjunni sem var að koma frá grísku hafnarborginni Patras á leið til Ancona á Ítalíu þegar eldurinn kom upp.

„Ég get ekki andað, við munum öll brenna eins og rottur - guð hjálpi okkur,“ sagði einn kokka ferjunnar þegar hann hringdi í eiginkonu sína.

„Við erum uppi á efsta þilfarinu, við erum rennblaut og okkur er kalt. Við hóstum og hóstum vegna reyksins. Það eru konur, börn og gamalmenni hér,“ sagði einn farþeganna í viðtali við Mega TV.

Annar lýsti því þannig að skór þeirra hafi bráðnað vegna hitans frá eldinum þegar farþegunum var safnað saman í móttökusalnum.

Eldur kom upp í farþegaferju

Norman Atlantic
Norman Atlantic AFP
AFP
Norman Atlantic
Norman Atlantic AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert