Kveikt í mosku í Svíþjóð

www.norden.org

Eld­ur kom upp í mosku í Svíþjóð snemma í morg­un. Er þetta í annað sinn á inn­an við viku sem kveikt er í bæna­húsi mús­líma í land­inu.

Ekki er talið að neinn hafi slasast er eld­ur­inn kom upp um kl. 3 í nótt í bæn­um Eslov. Fljótt tókst að ráða niður­lög­um elds­ins og olli hann aðeins minni­hátt­ar skemmd­um.

Lög­regl­an seg­ir að verið sé að rann­saka upp­tök elds­ins og talsmaður slökkviliðsins seg­ir allt benda til þess að um íkveikju hafi verið að ræða.

Á jóla­dag var kveikt í mosku í Svíþjóð og slösuðust fimm í þeim elds­voða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert