Margir bíða enn björgunar

Ítalska lögreglan hefur hafið sakamálarannsókn á því hvers vegna eldur kviknaði um borð í ferju á Jónahafi. Enn bíða um 120 manns eftir að vera bjargað af ferjunni sem er stödd skammt frá grísku eyjunni Corfu. Enn rýkur úr ferjunni og þá er mjög kalt á svæðinu.

Þyrlur hafa verið sendar á vettvang til að sækja farþega sem eru um borð. Aðeins er hægt að flytja nokkra í einu. Veðrið er slæmt og tefur það björgunaraðgerðirnar, en mjög hvasst er á svæðinu. 

Ítalska strandgæslan segir að búið sé að bjarga 356, en alls voru 478 um borð í ferjunni.

Einn lést þegar hann reyndi að komast í burtu. Talið er að eldur hafi kviknað í bifreið sem var um borð í ferjunni. Það hafi gerst snemma í gærmorgun. 

Ferjan, Norman Atlantic, var að sigla frá Patras á Grikklandi til Ancona á Ítalíu. 

Farþegar hafa greint frá því að mikil örvænting og hræðsla hafi gripið upp sig þegar eldurinn braust út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert