Eftirlýstur Dani fannst eftir 30 ár

Danskir lögregluþjónar við störf.
Danskir lögregluþjónar við störf. mbl.is/AFP

Segja má að danska lögreglan hafi hrasað um eftirlýstan glæpamann í Fredericia á mánudag. Maðurinn er 68 ára gamall og heimilislaus og hafði verið eftirlýstur síðan í janúar 1985 samkvæmt Lokalavisen Fredericia.

„Við mættum honum í miðbænum þar sem hann var með smá vandræði, öskraði meðal annars. Það kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur þar sem hann hafði m.a. verið boðaður fyrir rétt. Hann hefur raunar verið horfinn síðan 3. janúar 1985. Hann hefur haldið sér vel földum,“ sagði fulltrúi lögreglunnar um málið. 

Lögreglan krafðist skilríkja og upplýsinga um samastað mannsins en hann neitaði að framvísa nokkru slíku. Hann var sektaður og hefur verið stefnt fyrir rétt eftir átta vikur. Mæti hann ekki á svæðið mun hann fá útivistardóm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert