„Ekki mjög gáfulegt“ hjá Pútín

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi gert hernaðarleg mistök þegar hann innlimaði Krímskaga. Það hefði „ekki verið mjög gáfulegt“.

Obama sagði að þeir sem héldu að Pútín væri snillingur hefðu haft rangt fyrir sér, líkt og núverandi efnahagsástand í Rússlandi sýni fram á, að því er segir á vef BBC.

Hann sagði ennfremur að refsiaðgerðir alþjóðasamfélagsins hefðu lamað hagkerfi Rússlands, sem væri sérstaklega viðkvæmt fyrir sveiflum í olíuverði.

Þetta sagði Obama í samtali við National Public Radio (NPR) í Bandaríkjunum áður en hann fór í jólafrí til Havaí, en þar kom ennfremur fram að Obama neitaði að útiloka að Bandaríkin myndu opna sendiráð í Íran á næstunni.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert