Mynd 1 af 38Stjórnarandstæðingar sækja fram í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Myndin er tekin 20. febrúar þegar mótmæli í landinu stóðu sem hæst.AFP
Mynd 2 af 38Bíll Caterham-Renault ökumannsins Kamui Kobayashi fór út af Formúlubrautinni í Melbourne í Ástralíu 16. mars.AFP
Mynd 3 af 38Bastian Schweinsteiger og Lukas Podolski tóku sjálfu eftir úrslitaleik Þýskalands og Argentínu á HM í Brasilíu þann 13. júlí. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í fjórða sinn á mótinu.AFP
Mynd 4 af 38Mótmæli í Kænugarði 22. janúar.AFP
Mynd 5 af 38Mótmæli í Kænugarði 23. janúar.AFP
Mynd 6 af 38Elding yfir styttunni af Frelsaranum við Rio de Janeiro.AFP
Mynd 7 af 38Mótmælendur í Kænugarði kastar bensínsprengju að óeirðalögreglu í janúar.AFP
Mynd 8 af 38Börn að leik í kringum mann sem er klæddur í búning Leðurblökumannsins í fátækrahverfi í Rio de Janeiro. Fólk sem býr steinsnar frá Maracana-leikvanginum neitaði að yfirgefa hús sín, sem átti að rífa til að rýma fyrir HM karla í knattspyrnu sem fór fram þar í borg í ár.AFP
Mynd 9 af 38Luis Suarez beit Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM.AFP
Mynd 10 af 38Bitið vakti mikla athygli.AFP
Mynd 11 af 38Brasilíski framherjinn Neymar liggur meiddur á vellinum í leik Brasilíu og Kólumbíu.AFP
Mynd 12 af 386. júní voru 70 ár liðin frá því bandamenn lentu í Normandý í Frakklandi í stærstu landgönguárás sögunnar. Árásin markaði upphafið að endilokum þriðja ríkisins.AFP
Mynd 13 af 38Rússnesku Soyuz TMA-13M geimfari er skotið út í geim frá Baikonur. Förinni er heitið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (e. ISS) með geimfarana Alexander Gerst, Maxim Suraev og Gregory Wiseman.AFP
Mynd 14 af 38Frans páfi við múrinn í Ísrael sem skilur að Ísrael og Palestínu.-
Mynd 15 af 38Christiano Ronaldo fagnar marki eins og honum einum er lagið.AFP
Mynd 16 af 38John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sparkar í bolta meðan talar í síma og býður eftir að bensíni sé dælt á flugvélina hans.SAUL LOEB
Mynd 17 af 38Kinnhestur fyrirgefningar.
Móðir Abdolah Hosseinzadeh, sem var myrtur árið 2007, slær morðingjann Balal utan undir þegar átti að taka hann af lífi, rétt áður en hún leysir hann úr snörunni og þyrmir lífi hans. Balal var 19 ára þegar hann varð syni hennar að bana með hnífi.ARASH KHAMOOSHI
Mynd 18 af 38Vilhjálmur og Katrín ásamt Georgi prins á leið þeirra frá flugvél þeirra á Nýja-Sjálandi.
AFP
Mynd 19 af 38Ung stúlka sem særðist í átökum við óeirðalögreglu í Istanbúl. Átökin spruttu upp þegar Berkin Elvan, 15 ára drengur, var borinn til grafar, en hann dó af sárum sínum eftir átök við óeirðalögreglu í fyrra.AFP
Mynd 20 af 38Leitað að einkennum ebólu. Ebólufaraldur hefur farið eins og eldur um sinu í nokkrum löndum í Vestur-Afríku.AFP
Mynd 21 af 38Úkraínsk stúlka grætur eftir að hafa flúið heimili sitt í bænum Hrabove, sem er 80 kílómetrum austan við Donetsk í Úkraínu.AFP
Mynd 22 af 38Ísraelskir hermann fagna því að vera komnir af yfirráðasvæði Hamas þegar átök fyrir botni Miðjarðarhafs stóðu sem hæst í byrjun ágúst á árinu.AFP
Mynd 23 af 38Mikill reykur stígur til himins eftir árás Ísraelshers á Gaza-borg í júlí. Mikið mannfall var í röðum Palestínumann í átökunum.AFP
Mynd 24 af 38Úkraínskir björgunarsveitamenn leita að líkum í námunda við brakið af MH17, sem talið er að hafi verið skotin niður yfir Úkraínu um miðjan júlí. Flugvélin var í eigu Malaysian Airlines.AFP
Mynd 25 af 38Þjóðverjar fagna sínum fjórða heimsmeistaratitli í Brasilíu í júlí.AFP
Mynd 26 af 38Afgönsk kosningaeftirlitskona bíður átekta við kjörkassa í Kabúl.AFP
Mynd 27 af 38Íbúar Hong Kong kröfðust lýðræðisumbóta. Lögregla skaut táragasi að mótmælendum, en mótmælin stóðu frá 26. september til 15. desember.AFP
Mynd 28 af 38Mótmælendur í Hong Kong halda á lofti símum sínum til að sýna samstöðu fyrir utan hús löggjafarsamkundu Hong Kong.AFP
Mynd 29 af 38George Clooney og Amal Alamuddin gengu í það heilaga 29. september.AFP
Mynd 30 af 38Kvenkyns kúrdískur hermaður stendir vaktina í bænum Dibis, 50 kílómetrum frá borginni Kirkuk. Alþjóðasemfélagið hefur heitið stuðningi sínum í baráttu Kúrda og Íraka gegn Ríki íslams.AFP
Mynd 31 af 38Kristnir Írakar, sem flúðu ofbeldi í borginni Mosul, skreyta kross með ljósum.AFP
Mynd 32 af 38Séð í gegnum sjómauka á riffli kúrdískrar leyniskyttu á víglínunni í Gwer-héraði.AFP
Mynd 33 af 38Kúrdískir hermenn skjóta á vígamenn Ríkis íslams á toppo Zardak-fjalls. Hermann Kúrda nutu aðstoðar herja Vesturlanda, sem lögðu margir til orrustuþotur til að varpa sprengjum á vígamenn Ríkis íslams.AFP
Mynd 34 af 38Katalónar hafa lengi krafist sjálfstæðis frá Spáni. Þessi mynd var tekin á Diada, þjóðhátíðardegi Katalóna. Spánarstjórn hefur ekki í hyggju að leyfa Katalónum að kjósa um sjálfstæði frá landinu.AFP
Mynd 35 af 38Starfsfólk á spítala Lækna án landamæra í hlífðarbúningum. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir ebólusmit.AFP
Mynd 36 af 38Ebólusmitaður maður liggur meðvitundarlaus fyrir utan húsið sitt í Banjor nærri Monróvíu.AFP
Mynd 37 af 38Ísraelskir hermenn skjóta úr stórskotabyssu í átt að Gaza-ströndinni í júlí.AFP
Mynd 38 af 38Skotar kusu um sjálfstæði í haust, en ákváðu að lúta áfram stjórn Breta.AFP