36 tonn af skotfærum og yfir 15 þúsund vopnum var skilað til lögreglu í Svíþjóð í fyrra. Þá fór fram þriggja mánaða átak þar sem fólki bauðst að skila inn óskráðum og ólöglegum vopnum án afleiðinga. Niðurstöðurnar voru kunngjörðar í dag.
Var þetta í fyrsta sinn sem lagst hefur verið í slíkt átak í sjö ár en árið 2007 voru lögreglumönnum afhent um 13 þúsund skotvopn eftir sambærilega herferð. Árið 1993 skiluðu sér hinsvegar 17 þúsund skotvopn og 15. tonn af skotfærum.
Samkvæmt
kom magn vopna sem skilað var inn lögreglu á óvart sérstaklega í ljósi þess að mikið hefði dregið úr fjölda ólöglegra skotvopna eftir fyrsta átakið fyrir rúmum tíu árum.