Þota AirAsia fór út af flugbraut

Farþegar þurftu að renna sér út á rennibrautum.
Farþegar þurftu að renna sér út á rennibrautum. Ljósmynd/Twitter - Jet Damazo-Santos

Farþegaþota malasíska flugfélagsins AirAsia lenti í óhappi við lendingu á flugvelli Kaliboborgar í Filippseyjum í dag. Slæmt veður var þegar vélin lenti, en hún fipaðist á flugbrautinni og endaði í drullusvaði fyrir utan hana. Þetta kemur fram í frétt Sky News.

Enginn slasaðist í slysinu samkvæmt fréttinni, en farþegar þurftu að renna sér út úr vélinni á sérstökum neyðarrennibrautum.

Blaðamaður um borð í vélinni birti myndir af atvikinu á Twitter ásamt lýsingu á atburðum, en þar segir hún málið hafa verið leyst prýðilega og engan hafi sakað. Talið er að 153 farþegar hafi verið um borð.

Þota sama flugfélags hrapaði í Jövuhaf á sunnudag, en 162 voru um borð í vélinni. Búið er að finna lík að minnsta kosti fjöru­tíu manna sem voru um borð, en brak úr vél­inni hef­ur einnig fund­ist og sömu­leiðis hef­ur sést skuggi á hafs­botn­in­um sem tal­inn er vera af flaki hennar.

Talið er að engan hafi sakað í slysinu.
Talið er að engan hafi sakað í slysinu. Ljósmynd/Twitter - Jet Damazo-Santos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert