Farþegaþota malasíska flugfélagsins AirAsia lenti í óhappi við lendingu á flugvelli Kaliboborgar í Filippseyjum í dag. Slæmt veður var þegar vélin lenti, en hún fipaðist á flugbrautinni og endaði í drullusvaði fyrir utan hana. Þetta kemur fram í frétt Sky News.
Enginn slasaðist í slysinu samkvæmt fréttinni, en farþegar þurftu að renna sér út úr vélinni á sérstökum neyðarrennibrautum.
Blaðamaður um borð í vélinni birti myndir af atvikinu á Twitter ásamt lýsingu á atburðum, en þar segir hún málið hafa verið leyst prýðilega og engan hafi sakað. Talið er að 153 farþegar hafi verið um borð.
Þota sama flugfélags hrapaði í Jövuhaf á sunnudag, en 162 voru um borð í vélinni. Búið er að finna lík að minnsta kosti fjörutíu manna sem voru um borð, en brak úr vélinni hefur einnig fundist og sömuleiðis hefur sést skuggi á hafsbotninum sem talinn er vera af flaki hennar.
Airasia plane overshot runway at kalibo pic.twitter.com/6E4hWUJbS0
— Jet Damazo-Santos (@jetdsantos) December 30, 2014
Nobody seems to be hurt. Weather was bad because of #senangph Plane came to a very abrupt stop
— Jet Damazo-Santos (@jetdsantos) December 30, 2014
Engine was shut immediately, we were told to leave bags, deplane asap. Firetruck was waiting. Seems handled well. pic.twitter.com/fjY0idESNM
— Jet Damazo-Santos (@jetdsantos) December 30, 2014