Tillaga um brotthvarf frá Palestínu felld

Öryggisráð SÞ.
Öryggisráð SÞ. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna felldi í gærkvöldi tillögu til ályktunar um að Ísraelsmenn hverfi frá herteknum svæðum í Palestínu innan þriggja ára. Það var fulltrúi Jórdaníu í ráðinu sem mælti fyrir tillögunni en fulltrúar 22 Arabaríkja ásamt Palestínsku heimastjórninni studdu hana einnig.

Ísraelar fagna niðurstöðunni og sagði settur utanríkisráðherra, Tzahi HaNegbi, í útvarpsviðtali í morgun að tillagan hefði verið tilraun Mahmud Abbas, forseta Palestínu til þess að gera lítið úr Ísraelum. „Hver einasti Ísraeli sem þráir að búa í friði við nágranna okkar hlýtur að fanga niðurstöðunni,“ sagði hann.

Átta meðlimir öryggisráðsins samþykktu tillöguna en Bandaríkin og Ástralía kusu gegn henni. Tillagan, sem Ísraelar höfðu nefnt „brellu“, þurfti stuðning frá að minnsta kosti níu aðildarríkja.

En jafnvel þótt tryggð hefðu verið níu atkvæði hefðu Bandaríkin samt sem áður getað beitt neitunarvaldi sínu í ráðinu. Fulltrúi Bandaríkjanna, Samantha Power, sagði Bandaríkin ekki hafa greitt atkvæði gegn tillögunni vegna þess að þeir styðji óbreytt ástand, heldur vegna þess að friður þyrfti að stafa frá erfiðum málamiðlunum sem koma upp við samningaborðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert