Eintök af Interview til Norður-Kóreu

Auglýsingaborði fyrir The Interview.
Auglýsingaborði fyrir The Interview. AFP

Bar­áttu­sam­tök fyr­ir frjálsri Norður-Kór­eu hyggj­ast senda hundrað þúsund ein­tök af banda­rísku grín­mynd­inni The In­terview þangað með blöðrum yfir landa­mær­in frá Suður-Kór­eu síðar í mánuðinum. Ein­tök­in verða bæði á DVD mynddisk­um og USB-lykl­um. 

Um tutt­ugu þúsund flótta­menn frá Norður-Kór­eu búa í Suður-Kór­eu og seg­ir Park Sang-Hak, sem flúði þaðan árið 1999, að all­ir með tölu hafi þeir séð The In­terview, en hún fjall­ar um tvo blaðamenn sem reyna að ráða leiðtoga Norður Kór­eu, Kim Jong-un, af dög­um. Þeir skilji hins veg­ar ekki hvernig nokkr­um manni geti fund­ist hún fynd­in.

„Hvað mig varðar þá var þetta ekki grín­mynd en frek­ar kinn­hest­ur að sjá hvernig þeir gerðu grín að Kim Jong-Un,“ seg­ir Park. Og þess vegna hyggst hann og sam­tök­in senda ein­tök af mynd­inni yfir til Norður-Kór­eu, þannig að íbú­ar lands­ins fái að sjá Kim í öðru ljósi en því sem þeir eru van­ir. „Fyr­ir íbúa Norður-Kór­eu jafn­ast þetta jafn­vel á við að sjá Jesús sem spillt, siðblint ill­menni. Það væri bara ekk­ert fyndið við það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert