Íhugar að sparka Grikkjum úr evrusamstarfi

Angela Merkel.
Angela Merkel. AFP

Ang­ela Merkal, kansl­ari Þýska­lands, er í Der Spieg­el sögð skoða þann mögu­leika að ýta Grikklandi út úr evru­sam­starf­inu kjósi Grikk­ir yfir sig rík­is­stjórn sem er ekki til­bú­in að standa við niður­skurðaráætlan­ir lands­ins. 

Skýrsl­an sem viku­ritið vitn­ar í er sögð koma frá innsta koppi í búri í þýsku rík­is­stjórn­inni. Hún kem­ur í kjöl­far skoðana­könn­un­ar sem bend­ir til að vinstri­flokk­ar í Grikklandi muni fara með sig­ur í kosn­ing­un­um þar í landi.

Syr­iza-flokk­ur­inn, und­ir stjórn Al­ex­is Tsipras, hef­ur lofað því að vinda ofan af þeim efna­hags­um­bót­um sem alþjóðleg­ir lán­veit­end­ur kröfðust af rík­is­stjórn lands­ins sem for­sendu fyr­ir lán­veit­ingu til lands­ins.

„Þýska rík­is­stjórn­in lít­ur svo á að út­ganga Grikkja sé næsta óumflýj­an­leg ef Al­ex­is Tsip­ar­is fer fyr­ir rík­is­stjórn lands­ins eft­ir kosn­ing­arn­ar og vík­ur frá þeirri niður­skurðar­stefnu sem land­inu hef­ur verið mörkuð og greiðir ekki af skuld­um lands­ins,“

Bæði Merkel og þýski fjár­málaráðherr­ann Wolfgang Schaeu­ble hafa rætt mögu­leik­ann á að Grikk­ir þurfi að gefa evr­una upp á bát­inn, en þó ekki með eins „drama­tísk­um“ hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert