Kenndi metrakerfinu um flugslysið

Í kjölfar þess að flugvél AirAsia brotlenti í Jövuhafi fyrir áramót velti Fox News þáttastjórnandinn Anna Kooiman því upp að metrakerfið gæti hafa haft áhrif á slysið.

Kooiman bar kenninguna upp við Scott Brenner, talsmann flugstjórnaryfirvalda Bandaríkjanna sem hafði verið boðinn í þáttinn til að ræða hvernig ólíkar aðferðir við þjálfun flugmanna í öðrum löndum gæti hafa átt hlut að máli.

„Þegar við hugsum um hitasti, er það Fahrenheit eða Celsíus. Kílómetrar eða mílur. Þú veist, allt við þálfun þeirra gæti verið svipað en ólíkt,“ sagði Kooiman.

Brennan benti á að raunverulegi munurinn milli bandarískra og alþjóðlegra flugmanna væri hversu mikið treyst væri á sjálfstýringu en Kooiman lét sér þó ekki segjast.

„Er það meira en bara munurinn á því hvernig við mælum hlutina? Er það ekki eins öruggt í þessum hluta heimsins? Því áhorfendur okkar gætu verið að hugsa: Alþjóðleg ferðalög, eru þau örugg? Eru þau óörugg?“

Brennan fullvissaði áhorfendur um að alþjóðleg flug væru alveg jafn örugg og flug innanlands og að ekki væri hægt að kenna metrakerfinu um hvarf flugvélarinnar.

mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert