Fjölmenn mótmæli gegn íslam

AFP

Átján þúsund manns tóku þátt í mót­mæla­fundi í Dres­den í Þýskalandi í gær­kvöldi sem sam­tök­in Peg­ida skipu­lögðu. Sam­tök­in berj­ast gegn „íslam­svæðingu“ Evr­ópu. And­stæðing­ar sam­tak­anna komu víða sam­an í land­inu og reyndu að koma í veg fyr­ir mót­mæli þeirra.

Und­an­farna mánuði hafa liðsmann Peg­ida (þjóðræk­inna Evr­ópu­búa sem berj­ast gegn íslam­svæðingu Vest­ur­landa) komið sam­an í hverri viku í Þýskalandi og mót­mælt. Þeir hafa hins veg­ar aldrei verið jafn­marg­ir og í Dres­den í gær­kvöldi, sam­kvæmt frétt BBC.

Sam­tök sem berj­ast gegn skoðunum Peg­ida hafa einnig risið upp og haldið mót­mæla­fundi gegn sam­tök­un­um og eins hafa þýsk­ir stjórn­mála­menn harðlega gagn­rýnt Peg­ida. Þúsund­ir tóku þátt í fund­um and­stæðinga sam­tak­anna í Berlín, Köln, Dres­den og Stutt­g­art í gær­kvöldi.

Í Berlín komu um fimm þúsund and­stæðing­ar Peg­ida í veg fyr­ir að nokk­ur hundruð liðsmann sam­tak­anna kæm­ust leiðar sinn­ar í göngu sem Peg­ida hafði skipu­lagt í borg­inni.

Alls tóku 22 þúsund and­stæðing­ar Peg­ida þátt í mót­mæl­um í Mün­ster, Stutt­g­art og Ham­borg, sam­kvæmt frétt DPS-frétta­stof­unn­ar. En í Dres­den voru stuðnings­menn Peg­ida 18 þúsund tals­ins eins og áður sagði en and­stæðing­arn­ir ein­ung­is þrjú þúsund.

Í Köln slökktu yf­ir­völd á lýs­ingu dóm­kirkju borg­ar­inn­ar til að sýna stuðnings­mönn­um Peg­ida að yf­ir­völd litu á þá sem öfga­hóp. Pró­fast­ur dóm­kirkj­unn­ar í Köln, Nor­bert Feld­hof, seg­ir að ekki sé um form­leg mót­mæli að ræða af hálfu kirkju­yf­ir­valda held­ur vilji þau sýna stuðnings­mönn­um Peg­ida, sem marg­ir eru íhalds­sam­ir og krist­inn­ar trú­ar, álit sitt og fá þá til þess að íhuga hvað þeir séu að gera. Ein­ung­is 250 tóku þátt í göngu Peg­ida í Köln en þúsund­ir tóku þátt í göngu gegn sam­tök­un­um þar í borg.

Sam­kvæmt DPA var stór hluti miðborg­ar Köln­ar myrkvaður en ljós voru slökkt í öll­um helstu bygg­ing­um þar og eins voru brýr yfir Rín myrkvaðar. Seg­ir borg­ar­stjór­inn í Köln að með þessu vilji meiri­hluti borg­ar­búa sýna skoðun sína á öfga­full­um hægri­mönn­um og út­lend­inga­h­atri. 

Í Dres­den slökktu yf­ir­menn bíla­fram­leiðand­ans Volkswagen öll ljós í verk­smiðjum sín­um til þess að sýna að fyr­ir­tækið stæði fyr­ir opið, frjálst lýðræðis­sam­fé­lag.

Ný­leg skoðana­könn­un, sem rúm­lega þúsund manns tóku þátt í, sýn­ir að einn af hverj­um átta Þjóðverj­um myndi taka þátt í göng­um gegn íslam ef Peg­ida skipu­legði slíka göngu ná­lægt heim­ili þeirra.

Ekk­ert land inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins tek­ur við jafn­mörg­um flótta­mönn­um, bæði fólki sem er að flýja stríðsástand sem og þá sem eru að flýja efna­hags­ástand (refu­gees asyl­um), og Þýska­land. Mjög marg­ir þeirra koma frá Sýr­landi þar sem borg­ara­styrj­öld hef­ur geisað und­an­far­in ár.

AFP
AFP
Slökkt var á ljósum dómkirkjunnar í Köln vegna mótmæla Pegida
Slökkt var á ljós­um dóm­kirkj­unn­ar í Köln vegna mót­mæla Peg­ida AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert