Maður sem hefur verið sakaður um að nauðga ungri konu var illa útleikinn þegar lögreglan í bænum Conway í Bandaríkjunum handtók hann á nýársdag, en kærasti konunnar, sem er frændi mannsins, hafði barið hann til óbóta.
Frændinn, sem er 27 ára gamall, hafði komið að manninum, sem heitir William Mattson og er 57 ára gamall, þar sem hann nauðgaði kærustu hans. Frændinn kýldi hann ítrekað og dró hann út úr húsinu þar sem hann skildi hann eftir.
Mattson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot af fyrstu gráðu. Beiðni hans um að vera sleppt úr haldi gegn tryggingu var hafnað á laugardag, en hann mun mæta fyrir dóm í mars.
Frændinn verður ekki ákærður samkvæmt lögreglu, þar sem aðgerðir hans voru til að verja konuna.