Telja danskan tilræðismann hetju

Oussama el-Saadi sem stýrir moskunni við Grimhøjvej í Árósum
Oussama el-Saadi sem stýrir moskunni við Grimhøjvej í Árósum AFP

Leiðtogar Grimhøj moskunnar í Árósum standa við bakið á Ríki íslams og telja að danskur sjálfsvígsárásarmaður sé hetja. Þeir trúa ekki á lýðræði. Þetta er meðal þess sem kom fram í heimildarmynd sem var sýnd í danska sjónvarpinu í gærkvöldi.

Í þættinum Den fordømte moské kom fram í máli leiðtoga moskunnar, Oussama El Saadi,  að stefnt sé að stækkun moskunnar og kostnaðurinn við stækkunina nemi á milli 5 og 10 milljónum danskra króna, sem svarar til 104-208 milljóna íslenskra króna. 

Borgarstjórinn í Árósum, Jacob Bundsgaard, segir í viðtali við Berlingske í dag að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir stækkunarhugmyndir moskunnar.

Grimhøj moskan komst í fréttirnar í september þegar hún lýsti yfir stuðningi við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Í þættinum í gær kom fram að leiðtogar moskunnar vilji sjá íslamskt kalífaríki verða að veruleika. 

El-Saadi segir að þátttaka Dana í árásum á Ríki íslams í Sýrlandi vera beina árás á alla múslíma. „Þetta er stríð gegn íslam,“ sagði hann.

Annar leiðtogi moskunnar, 

Victor Kristensen, Dana sem snérist til múhameðstrúar og er talinn hafa framið sjálfsvígsárás sem kostaði fólk lífið í Írak.

„Með því að lýsa skoðunum mínum er ég að nýta mér tjáningarfrelsið. Ég tel að það sem hann gerði á grundvelli trúar sinnar og fyrir Allah geri hann að píslarvotti og hetju,” segir El-Saadi.

Grimhøj moskan hefur ítrekað komist í fjölmiðla fyrir þær skoðanir sem þar eru ráðandi. Lögreglan á Austur-Jótlandi telur að um 110 Danir hafi farið til Sýrlands til þess að berjast og að tveir tugir þeirra komi frá Grimhøj moskunni. Í þættinum í gær neituðu hins vegar leiðtogar moskunnar því að þeir væru öfgasinnar. 

Leiðtogi Grimhøjvej moskunnar, Oussama El-Saadi
Leiðtogi Grimhøjvej moskunnar, Oussama El-Saadi AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert