Uppgjöf Houellebecq hristir upp í umræðunni

00:00
00:00

Ný bók franska rit­höf­und­ar­ins Michel Hou­ell­e­becq þar sem sögu­sviðið er Frakk­land árið 2022 und­ir stjórn íslam­ista kom í bóka­hill­ur í Frakklandi í dag. Talið er að bók­in muni kynda und­ir ang­ist þeirra Evr­ópu­búa sem ótt­ast mús­límska inn­flytj­end­ur.

Bók­in, Soum­issi­on (Upp­gjöf), verður án efa met­sölu­bók í heima­land­inu líkt og flest­ar bæk­ur Michel Hou­ell­e­becq en hann er þekkt­ur út um all­an heim fyr­ir skrif sín um það sem gæti verið í vænd­um í nú­tíma­sam­fé­lagi. Hou­ell­e­becq kom til Íslands í októ­ber 2012 og las upp úr bók sinni Kortið og landið sem þá var ný­kom­in út í ís­lenskri þýðingu.

Viðfangs­efni nýju bók­ar­inn­ar er ný rík­is­stjórn und­ir for­sæti íslam­ista þar sem hinir hefðbundnu flokk­ar fara hallloka fyr­ir öfga­flokk­um, Front Nati­onal og nýj­um flokki sem minn­ir helst á Bræðralag mús­líma í Egyptalandi. En þrátt fyr­ir að um ímynd­un sé að ræða þá minn­ir þetta mjög á það sem kraum­ar und­ir niðri í mörg­um Evr­ópu­lönd­um. Ríkj­um eins og Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð og fleiri lönd­um þar sem út­lend­inga­hat­ur hef­ur auk­ist, einkum í garð mús­líma.

Flest­ir þeirra eru að flýja átök í heima­lönd­um sín­um, svo sem Sýr­landi, Súd­an og fleiri lönd­um. Á sama tíma á evr­ópskt efna­hags­líf und­ir högg að sækja og ótt­ast ýms­ir að menn­ing­ar­heim­ur Evr­ópu eigi eft­ir að verða und­ir í bar­átt­unni við menn­ingu þeirra sem þangað flytja. 

Litlu skipt­ir að Hou­ell­e­becq sjálf­ur hafi tekið það fram í viðtali við Par­is Review að bók­in eigi ekki við rök að styðjast og litl­ar lík­ur séu á að þessi sviðsmynd eigi eft­ir að koma upp. Því orðræðan er haf­in - er þetta sem er í vænd­um í Frakklandi?

Franço­is Hollande, for­seti Frakk­lands, sagði í viðtali við frönsku út­varps­stöðina In­ter á mánu­dag að hann muni lesa bók­ina þar sem hún skapi umræður. Hann benti hins veg­ar á að bók­in væri skáld­skap­ur og hug­mynd­in um upp­gjöf þess sem fyr­ir er fyr­ir því nýja sé göm­ul hug­mynd.

Aðal­rit­stjóri Li­berati­on, Laurent Jof­fr­in, seg­ir að út­gáfa bók­ar­inn­ar muni marka upp­hafið að komu öfga­hægri­flokka inn í bók­mennt­irn­ar.

Formaður Front Nati­onal þjóðern­is­flokks­ins, Mar­ine Le Pen, seg­ir aft­ur á móti að þrátt fyr­ir að bók­in sé skáld­skap­ur þá sýni hún þann raun­veru­leika sem geti blasið við einn góðan veður­dag.

Íslamski Svarti skóli Par­ís­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert