Maður skotinn í Frakklandi

Leit stendur yfir að bræðrunum tveimur sem grunaður eru um …
Leit stendur yfir að bræðrunum tveimur sem grunaður eru um árásina í París í gær. AFP

Maður var skotinn í bænum Fontenay-aux-Roses í Frakklandi í kvöld. Hann var úti að hlaupa þegar atvikið átti sér stað og hlaut skotsár í bakið og annan fótinn. Maðurinn, sem er 32 ára gamall, er ekki í lífshættu.

Talið er að sjálfvirkt skotvopn hafi verið notað í árásinni en lögregla leitar nú árásarmannsins. Að sögn lögreglu er ekki vitað hvort atvikið tengist skotárás á lögreglukonu og bæjarstarfsmann í París fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert