Hryðjuverkasamtökin Al-Qaeda á Arabíusakaga sendu í kvöld frá sér myndband þar sem samtökin hóta fleiri árásum á Frakkland. Sautján féllu í Frakklandi í vikunni þegar þrír hryðjuverkamenn sem sögðust tengjast Al-Qaeda og íslamska ríkinu réðust á nokkur skotmörk.
„Það er betra fyrir ykkur að stöðva yfirgang ykkar gagnvart múslimum, svo þið munið kannski lifa öruggu lífi,“ segir í myndbandinu en þar segjast samtökin einnig bera ábyrgð á blóðbaðinu í Frakklandi síðustu daga.