Ný gíslataka í París

Maður­inn sem myrti lög­reglu­konu í Par­ís í gær hef­ur tekið fólk í gísl­ingu í mat­vöru­búð í Par­ís en í búðinni eru seld­ar mat­vör­ur gyðinga. Þetta herma heim­ild­ir AFP. Um er að ræða mat­vöru­versl­un við port de Vincenn­es í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar. Þaðan hafa heyrst skot­hvell­ir. 

Þið vitið hver ég er

Sjón­varps­stöðin BFM seg­ir að hann haldi fimm manns í gísl­ingu í versl­un­inni, sem er í 20. hverfi. Meðal gísl­anna eru börn. Á gíslatökumaður­inn að hafa sagt við lög­reglu: „Þið vitið hver ég er.“ Sam­kvæmt frétt BFM er að minnsta kosti einn særður.

Sam­kvæmt Le Fig­aro er Bern­ard Cazeneu­ve inn­an­rík­is­ráðherra kom­inn á vett­vang en for­seti Frakk­lands, Franco­is Hollande, stýr­ir aðgerðum í for­seta­höll­inni.

Sam­kvæmt Le Po­int eru starfs­menn og viðskipta­vin­ir gyðinga­versl­un­ar­inn­ar lokaðir inn í kjall­ara húss­ins. 

Le Monde grein­ir frá því að búið sé að rýma allt svæðið í kring af lög­reglu. 

Franska lög­regl­an seg­ir að það séu tengsl á milli morðingja lög­reglu­konu, Clarissu Jean-Phil­ippe, sem var skot­in til bana í út­hverfi Par­ís­ar í gær­morg­un, og bræðranna sem tald­ir eru bera ábyrgð á fjölda­morðunum á rit­stjórn Charlie Hebdo.

Það nýj­asta sem fram hef­ur komið í rann­sókn­inni er að það eru tengsl á milli skotárás­anna,“ seg­ir heim­ild­armaður AFP-frétta­stof­unn­ar. 

Til­heyra sama hryðju­verka­hópi

Á sama tíma og franska þjóðin var að ná átt­um eft­ir fjölda­morðin sem fram­in voru af grímu­klædd­um vopnuðum mönn­um skaut maður, klædd­ur skot­heldu vesti, vopnaður skamm­byssu og riffli, lög­reglu­konu til bana og særði borg­ar­starfs­mann al­var­lega í Montrou­ge-hverf­inu í Par­ís. Fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar höfðu verið send á vett­vang vegna um­ferðarslyss.

Lög­regl­an greindi frá því í dag að bor­in hefðu verið kennsl á mann­inn sem drap lög­reglu­kon­una og tvær mann­eskj­ur hon­um ná­tengd­ar eru í haldi lög­reglu.

Reu­ters-frétta­stof­an hef­ur fengið það staðfest hjá lög­reglu að morðing­inn hafi verið liðsmaður sama hryðju­verka­hóps og bræðurn­ir Chérif og Saïd Kouachi.

Um er að ræða hryðju­verka­hóp sem hef­ur verið kennd­ur við 19. hverfi Par­ís­ar­borg­ar þar sem fjöl­marg­ir mús­lím­ar búa. Cherif Kouachi var dæmd­ur í fang­elsi fyr­ir aðild sína að hópn­um árið 2008. Sá sem tal­inn er hafa skotið lög­reglu­kon­una var dæmd­ur árið 2010 fyr­ir hlut sinn í að und­ir­búa flótta Smains Alis Belkacems úr fang­elsi en Belkacem er hug­mynda­smiður­inn á bak við hryðju­verka­árás á lest­ar­stöð í Par­ís árið 1995. Þar lét­ust átta manns og 120 særðust.

Upp­fært kl. 13.30

AFP frétta­veit­an seg­ir að minnsta kosti tveir séu látn­ir í gíslatök­unni.

Upp­fært kl. 13.35

Franska lög­regl­an hef­ur óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um Bou­meddiene Hayat, 26 ára konu, og Ame­dy Couli­ba­ly, 32 ára karl­mann, en sá síðar­nefndi er grunaður um að hafa skotið lög­reglu­kon­una Clarissu Jean-Phil­ippe til bana í út­hverfi Par­ís­ar í gær­morg­un og kann að standa að gíslatök­unni í mat­vöru­versl­un­inni. Fólkið er sagt vera vopnað og hættu­legt. Mynd af fólk­inu má sjá í Twitter-tísti hér að neðan. 

Upp­fært kl. 13.55

Vitni hef­ur greint Le Fig­aro frá því að þeldökk­ur maður hafi ráðist inn í versl­un­ina með Kalashni­kov árás­arriff­il og þegar hafið skot­hríð. Hann sagði að minnsta kosti sex manns í mat­vöru­búðinni á þeim tíma.

Upp­fært 14.11

Staðfest hef­ur verið að Ame­dy Couli­ba­ly var dæmd­ur í des­em­ber árið 2013 í fimm ára fang­elsi fyr­ir aðild að flótta Smains Alis Belkacems úr fang­elsi en sá var hug­mynda­smiður­inn á bak við hryðju­verka­árás á lest­ar­stöð í Par­ís árið 1995. Talið er full­víst að Couli­ba­ly hafi myrt lög­reglu­kon­una Clarissu Jean-Phil­ippe í gær­morg­un. Bou­meddiene Hayat er unn­usta Couli­ba­ly en óvíst er með henn­ar þátt.

Chérif Kouachi, sem ásamt bróður sín­um er um­kringd­ur í smá­bæn­um Damm­art­in-en-Goële, tengd­ist einnig fyr­ir­huguðum flótta Belkacems en sá var liðsmaður íslamskra öfga­sam­taka í Als­ír, GIA, sem stóðu á bak við nokk­ur sprengju­til­ræði og flugrán í Frakklandi á tí­unda ára­tugn­um.

Þá hef­ur komið fram að neyðar­fund­ur verði hald­inn í for­seta­höll­inni klukk­an 14.15, þar sem Franço­is Hollande Frakk­lands­for­seti, for­sæt­is­ráðherr­ann Manu­el Valls, inn­an­rík­is­ráðherr­ann Bern­ard Cazeneu­ve og dóms­málaráðherr­ann Christia­ne Taubira munu ráða ráðum sín­um.

Upp­fært 14.26

Sí­fellt betri upp­lýs­ing­ar fást um tengsl Chérif Kouachi og Ame­dy Couli­ba­ly. Þannig grein­ir Le Monde frá því að þeir hafi verið ein­ir helstu fylg­is­menn hryðju­verka­manns­ins Dja­mel Beg­hal. Sá sagði árið 2001 að Osama Bin Laden hefði fengið sig til að tak­ast á hend­ur sjálfs­morðsárás á banda­ríska sendi­ráðið í Frakklandi. Af henni varð hins veg­ar ekki.

Hér að neðan má sjá gríðarleg­an fjölda lög­reglu­bíla sem eru við mat­vöru­versl­un­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert