Ógnir steðja enn að frönsku þjóðinni og munu Frakkar grípa til allra nauðsynlegra ráð til að verja sig fyrir árásum. Þetta sagði Francois Hollande, forseti Frakklands, þegar hann ávarpaði þjóðina í kvöld eftir hryðjuverkaárásir síðustu daga.
Samstaða var forsetanum ofarlega í huga og sagði hann að vopn landsmanna í baráttunni ætti að vera eining. Samstöðufundur er fyrirhugaður í París á sunnudag og mun Hollande mæta til fundarins auk fleiri þjóðarleiðtoga.