Ógnir steðja að frönsku þjóðinni

Francois Hollande, forseti Frakklands, ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld.
Francois Hollande, forseti Frakklands, ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld. AFP

Ógnir steðja enn að frönsku þjóðinni og munu Frakkar grípa til allra nauðsynlegra ráð til að verja sig fyrir árásum. Þetta sagði Francois Hollande, forseti Frakklands, þegar hann ávarpaði þjóðina í kvöld eftir hryðjuverkaárásir síðustu daga.

Samstaða var forsetanum ofarlega í huga og sagði hann að vopn landsmanna í baráttunni ætti að vera eining. Samstöðufundur er fyrirhugaður í París á sunnudag og mun Hollande mæta til fundarins auk fleiri þjóðarleiðtoga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert