Rekinn fyrir að mæta ekki í 24 ár

Frá Indlandi.
Frá Indlandi. AFP

Indverji, sem mætti ekki í vinnuna í 24, hefur nú loks verið rekinn frá störfum. Hann starfaði hjá hinu opinbera og mætti síðast til vinnu árið 1990.

Á Indlandi er það mikill happafengur að komast í starf hjá hinu opinbera því oftast þýðir það æviráðningu. A.K. Verna er því einn fárra sem hefur misst slíkt starf en fáir undrast það væntanlega þar sem hann hefur nú ekki verið sérlega afkastamikill starfsmaður. Að minnsta kosti ekki síðustu 24 árin.

„Hann bað um frí, fékk það ekki en mætti svo ekki aftur til vinnu,“ segir í yfirlýsingu frá hinu opinbera.

Verna gerðist brotlegur í starfi, þegar hann mætti ekki til vinnu og var dæmdur fyrir slíkt brot. Það tók þó 22 ár til viðbótar að fá hann leystan frá störfum.

Frétt Telegraph um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert