Atburðarás gærdagsins

Orðunum París er Charlie hefur verið varpað á Sigurbogann í …
Orðunum París er Charlie hefur verið varpað á Sigurbogann í höfuðborg Frakklands. AFP

Í gær­morg­un stóð yfir viðamik­il leit lög­regl­unn­ar í Frakklandi að bræðrun­um sem grunaðir voru um fjölda­morðið á rit­stjórn­ar­skrif­stof­um Charlie Habdo í Par­ís. Áður en dag­ur­inn var úti voru bræðurn­ir látn­ir, sem og þriðji hryðju­verkamaður­inn, sem í gær tók gísla í mat­vöru­versl­un í höfuðborg­inni.

Um klukk­an átta um morg­un­inn skipt­ist lög­regla á skot­um við farþega í bíl sem ekið var á N2-hraðbraut­inni norðaust­ur af Par­ís. Víst var talið að í bif­reiðinni væru bræðurn­ir tveir, sem höfðu skömmu áður stolið Peu­geot 206 af konu í Montagny-Sain­te-Felicite. Kon­an bar kennsl á bræðurna.

Nokkr­um mín­út­um seinna tóku bræðurn­ir, Cherif og Said Kouachi, mann í gísl­ingu í lít­illi prent­smiðju að nafni CTD í Damm­art­in-en-Goele, 8.000 manna bæ, 42 kíló­metr­um norðaust­ur af Par­ís og aðeins 12 kíló­metr­um frá Char­les de Gaulle-flug­vell­in­um. Bær­inn var í kjöl­farið tek­inn yfir af lög­reglu.

Vísa þurfti ein­hverju flugi frá flug­vell­in­um, þar sem herþyrl­ur og þyrl­ur lög­reglu sveimuðu yfir svæðinu. Inn­an­rík­is­ráðherr­ann Bern­ard Cazeneu­ve sagði að lög­regluaðgerð stæði yfir sem miðaði að því að yf­ir­buga bræðurna og að til­raun­ir hefðu verið gerðar til að hafa sam­band við þá.

Skól­um og fyr­ir­tækj­um nærri prent­smiðjunni var lokað og fólki sagt að halda sig inni við.

Klukk­an 13 að staðar­tíma réðst maður inn í mat­vöru­versl­un fyr­ir gyðinga (kos­her) í Porte de Vincenn­es í aust­ur­hluta Par­ís­ar og tók að minnsta kosti fimm í gísl­ingu. Grun­ur lék strax á um að um væri að ræða sama mann og hefði skotið lög­reglu­konu í Montrou­ge í suður­hluta Par­ís­ar á fimmtu­dag. Þá var talið að hann hefði hugs­an­lega tengsl við Kouca­hi-bræður.

Snemma síðdeg­is birti lög­regla mynd­ir af manni og konu, Ame­dy Couli­ba­ly, 32 ára, og Hayat Bour­meddiene, 26 ára, sem voru eft­ir­lýst fyr­ir morðið á lög­reglu­kon­unni.

Um klukk­an 17 ræðst lög­regla að bygg­ing­unni þar sem bræðurn­ir halda til. Spreng­ing­ar heyr­ast og reyk sést leggja frá iðnaðarsvæðinu þar sem prent­smiðjan er til húsa. Bræðurn­ir koma sjálf­ir út úr bygg­ing­unni, skjót­andi á lög­reglu og her­menn, og eru drepn­ir. Gísl­inn, sem yf­ir­völd hafa upp­lýst að hafi falið sig und­ir vaski á ann­arri hæð og sent lög­reglu upp­lýs­ing­ar í smá­skila­boðum, slepp­ur ómeidd­ur.

Um klukk­an 17.15 ræðst lög­regla inn í mat­vöru­versl­un­ina í Porte de Vincenn­es. Fimm finn­ast látn­ir, þeirra á meðal árás­armaður­inn, og fjór­ir al­var­lega særðir. Yf­ir­völd upp­lýsa síðar að allt að fimm gísl­ar, þeirra á meðal faðir og þriggja ára son­ur hans, hafi lifað með því að fela sig inni í kæliskáp, en lög­regla gat staðsett þá með því að miða út farsíma þeirra.

Fyrr um dag­inn hafði Couli­ba­ly átt sam­tal við BF­MTV-stöðina gegn­um síma þar sem hann sagðist hafa skipu­lagt sig í sam­starfi við bræðurna og að hann væri liðsmaður Rík­is íslams. Cherif Kouachi ræddi sömu­leiðis við BF­MTV og sagði að aðgerðir þeirra bræðranna hefðu verið fjár­magnaðar af al-Kaída í Jemen.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert