Hamas fordæma hryðjuverkin í París

Mahmoud Abbas forseti Palestínu.
Mahmoud Abbas forseti Palestínu. AFP

Palestínsku Ham­as-sam­tök­in for­dæma hryðju­verk­in í Par­ís þar sem 12 manns voru drepn­ir í árás á rit­stjórn viku­blaðsins Charlie Hebdo. Í yf­ir­lýs­ingu sem sam­tök­in sendu í dag frá sér á frönsku segj­ast þau for­dæma árás­ina og „ít­reka þá staðreynd að ágrein­ing­ur skoðana geti ekki rétt­lætt morð“.

Sam­tök­in höfnuðu einnig um­mæl­um for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benja­míns Net­anya­hus, þar sem hann líkti árás­inni í Par­ís við eld­flauga­skot Ham­as-sam­tak­anna á al­menna borg­ara í Ísra­el. 

„Ham­as for­dæm­ir ör­vænt­ing­ar­full­ar til­raun­ir Net­anya­hus til að tengja hreyf­ingu okk­ar og mót­stöðu Palestínu­manna við hnatt­ræn hryðju­verk.“

For­seti Palestínu, Mahmud Abbas, hringdi einnig í Franco­is Hollande Frakk­lands­for­seta til að votta samúð sína. Ut­an­rík­is­ráðherra Palestínu, Riyad al-Maliki, seg­ir í sam­tali við AFP að Abbas hafi full­vissað for­set­ann um að Palestínu­menn stæðu ein­huga með frönsku þjóðinni í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert