Samtal blaðamanns við Cherif

Bræðurnir voru drepnir af sérsveitarmönnum í gær.
Bræðurnir voru drepnir af sérsveitarmönnum í gær. AFP

Franskur blaðamaður náði tali af Cherif Kouachi, öðrum mannanna sem myrtu 12 manns í París á fimmtudag, skömmu áður en hann og bróðir hans Said voru drepnir af sérsveitarmönnum í prentsmiðju norðaustur af París.

Í símtalinu gaf Kouachi til kynna að þeir bræðurnir hefðu framið hroðaverkið á vegum al-Kaída í Jemen.

Fyrir neðan má hlusta á samtalið.

Á eftir fylgir þýðing af hluta samtalsins, þýtt úr ensku af vefsíðu Washington Post:

Kouachi: [ógreinilegt] Ég var sendur, ég, Cherif Kouachi, af al-Kaída í Jemen.

Blaðamaður: Allt í lagi.

Kouachi: Og ég fór þangað og það var Anwar al-Awlaki sem fjármagnaði það.

Blaðamaður: Allt í lagi, og hversu langt er síðan þetta var, um það bil?

Kouachi: Það var áður en hann var drepinn ... [ógreinilegt]

Blaðamaður: Allt í lagi, og þú komst aftur til Frakklands fyrir skömmu?

Kouachi: Nei, það er langt síðan ... [ógreinilegt]

Blaðamaður: Allt í lagi, og það ... þetta eruð bara þið tveir - þú og bróðir þinn?

Kouachi: Það er ekki þitt vandamál.

Blaðamaður: Er fólk sem styður ykkur eða ekki?

Kouachi: Það ... það er ekki þitt vandamál.

Blaðamaður: Allt í lagi. Og ætlið þið að drepa aftur eða ekki?

Kouachi: Drepa hvern?

Blaðamaður: Ég veit það ekki. Það er spurningin sem ég er að spyrja.

Kouachi: Myrtu þeir almenna borgara, manneskjurnar tvær sem þið leitið að?

Blaðamaður: Þú myrtir blaðamenn.

Kouachi: Nei, en myrtu þeir almenna borgara, fólkið sem þið leitið að?

Blaðamaður: Cherif, myrtir þú einhvern í morgun?

Kouachi: Nei, við erum ekki morðingjar. Við erum verjendur Spámannsins, við myrðum ekki, við myrðum ekki konur, við myrðum ekki neinn. Við verjum Spámanninn [ógreinilegt] ... að við getum drepið, það er ekki vandamál. En við myrðum ekki konur. Við erum ekki eins og þú, ekki eins og þú. Það voruð þið sem drápuð [nafn?] í Sýrlandi, ekki við. Í íslam höfum við siðareglur.

Blaðamaður: Jæja, þið hafið komið fram hefndum. Þið myrtuð 12 manns.

Kouachi: Það er rétt, vel sagt. Við höfum komið fram hefndum. Þar hefur þú það. Þú sagðir það sjálfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert