Fordæma nærveru „afræningja“

Frá göngunni í París.
Frá göngunni í París. AFP

Blaðamenn án landa­mæra fagna því að marg­ir þjóðarleiðtog­ar hafi ákveðið að taka þátt í göng­unni sem nú stend­ur yfir í Par­ís en for­dæma nær­veru full­trúa frá lönd­um sem hafa reist upp­lýs­inga­frels­inu skorður.

„Á hvaða for­send­um eru full­trú­ar stjórn­valda sem sækja á fjöl­miðlafrelsi að ferðast til Par­ís til að votta Charlie Hebdo virðingu sína; út­gáfu sem hef­ur alltaf staðið vörð um rót­tæk­ustu hug­mynd­ir um tján­ing­ar­frelsið?

Blaðamönn­um án landa­mæra býður við nær­veru leiðtoga frá lönd­um þar sem blaðamenn og blogg­ar­ar eru kerf­is­bundið of­sótt­ir, til að mynda Egyptalandi (sem er í 159. sæti á lista RWB yfir fjöl­miðlafrelsi), Rússlandi (148. sæti), Tyrklandi (154. sæti) og Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um (118. sæti),“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu á heimasíðu RWB.

„Við verðum að sýna sam­stöðu með Charlie Hebdo án þess að gleyma öðrum Charlie heims­ins,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, Christophe Deloire.

„Það væri óá­sætt­an­legt ef full­trú­ar ríkja sem þagga niður í blaðamönn­um nýttu sér þetta til­finn­ingaþrungna til­efni til að bæta alþjóðlega ímynd sína og viðhalda síðan kúg­andi stefnu­mót­un sinni þegar þeir snúa heim. Við meg­um ekki leyfa af­ræn­ingj­um fjöl­miðlafrels­is að hrækja á graf­ir Charlie Hebdo.“

Meðal viðstaddra í Par­ís eru Ah­met Dav­u­toglu, for­sæt­is­ráðherra Tyrk­lands, Sam­eh Shoukry, ut­an­rík­is­ráðherra Egypta­lands, Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, Ramta­ne Lama­mra, ut­an­rík­is­ráðherra Als­írs, Sheikh Abdullah bin Zayed Al Na­hy­an, ut­an­rík­is­ráðherra Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­anna, og Ali Bongo, for­seti Gamb­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert