Unglingurinn sem var grunaður um morðin

Tólf manns féllu er ráðist var á skrifstofur Charlie Hebdo …
Tólf manns féllu er ráðist var á skrifstofur Charlie Hebdo á miðvikudag. AFP

Hann er átján ára og býr hjá for­eldr­um sín­um. Nafn hans var að finna í fjöl­miðlum víða um heim í vik­unni þegar talið var að hann hefði ráðist inn á skrif­stof­ur Charlie Hebdo í Par­ís í Frakklandi og myrt tólf manns í fé­lagi við Kouachi-bræðurna.

Hann gaf sig fram við lög­reglu eft­ir að hon­um var ljóst að hann var grunaður en hon­um var sleppt án ákæru á föstu­dags­kvöld.

Hamyd Mourad teng­ist bræðrun­um vissu­lega, en hann er mág­ur ann­ars þeirra. Hann ræddi við blaðamann AFP-frétta­veit­unn­ar í gær og var hann greini­lega afar þreytt­ur og miður sín vegna máls­ins.

Gátu staðfest að hann var í skól­an­um

Fjöldi vitna gat staðfest að Mourad var í skól­an­um þegar bræðurn­ir réðust inn á skrif­stof­ur Charlie Hebdo.

„Ég er í áfalli. Fólk sagði hræðilega og ranga hluti um mig á sam­fé­lags­miðlum jafn­vel þó að ég sé aðeins venju­leg­ur nem­andi sem lif­ir ró­legu lífi hjá for­eldr­um sín­um, sagði ung­ling­ur­inn. „Árás­in var hræðileg og hug­ur minn er hjá fórn­ar­lömb­un­um.“

Enn er ekki ljóst af hverju Mourad dróst inn í málið með þess­um hætti. Lög­regla hef­ur hingað til ekki þurft að hafa af­skipti af hon­um.

Ótt­ast að málið muni elta hann

Hann ótt­ast að þess­ar röngu ásak­an­ir muni elta hann næstu árin. „Ég vona að þetta muni eki hafa áhrif á framtíð mína,“ seg­ir hann. „Ég hef ekk­ert að gera með þetta, Cherif er bara mág­ur minn.“

Syst­ir Mourads, eig­in­kona Cherifs Kouachis, var úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald á miðviku­dag og lát­in laus í gær. „Ég er viss um að hún er líka sak­laus,“ sagði ónefnd­ur ætt­ingi í sam­tali við AFP.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert