Netanyahu heimsótti matvöruverslunina

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, heimsótti í dag matvöruverslunina í París þar sem Amedy Coulibaly tók hóp fólks í gíslingu í síðustu viku og myrti síðan fjóra. Matvöruverslunin er í eigu gyðinga.

Fram kemur í frétt AFP að mannfjöldi hafi fylgst með þegar forsætisráðherrann mætti á staðinn undir strangri öryggisgæslu til þess að votta fórnarlömbunum virðingu sína og kallaði fólkið „Bibi, Bibi“ sem er gælunafn ráðherrans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert