Tróð Nicolas Sarkozy sér fremst?

Hér má sjá Nicolas Sarkozy í fremstu röð
Hér má sjá Nicolas Sarkozy í fremstu röð AFP

Um fjörutíu þjóðarleiðtogar kræktu saman höndum og leiddu samstöðugöngu í París í gær. Francois Hollande, forseti landsins, var fyrir miðju og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, honum á vinstri hönd.

Mikið grín hefur verið gert að Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, á samfélagsmiðlum í dag og nýta notendur kassamerkið #JeSuisNico. Grínið virðist aðallega snúast um það að hann er ekki lengur leiðtogi landsins en tókst samt sem áður að koma sér í fremstu röð í göngunni.

Margir hafa nýtt sér myndvinnsluforrit til að líma andlit Sarkozys inn á myndir sem sýna þekkt augnablik úr mannkynssögunni. Þá hefur hann meðal annars verið teiknaður inn í kvikmyndina Lion King.

Á tumblrsíðu er búið að taka saman margar myndir þar sem Sarkozy bregður fyrir. Hann viðist meðal annars hafa verið meðal þeirra sem fyrstir stigu á tunglið, meðal aðalleikaranna í sjónvarpsþáttaröðinni Friends, með Bítlunum, við fall Berlínarmúrsins, með heimsmeisturum Frakka í knattspyrnu árið 1998, við útförs John F. Kennedys – ávallt fremstur meðal jafningja.

Brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton. 

70 ára afmæli fyrri heimsstyrjaldarinnar

Fall Berlínarmúrsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert