Frekari árásir fyrirhugaðar

Gilles de Kerchove.
Gilles de Kerchove. AFP

Engin leið er að hindra með öllu að hryðjuverkaárásir, líkt og sú sem átti sér stað í París, höfuðborg Frakklands, í síðustu viku, geti átt sér stað. Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir Gilles de Kerchove, yfirmanni hryðjuverkavarna hjá Evrópusambandinu. Hættan á frekari hryðjuverkum væri raunveruleg.

Kerchove, sem fundaði með evrópskum, kanadískum og bandarískum ráðherrum öryggismála í París á sunnudag, sagði lausnina ekki vera að setja alla í fangelsi sem sneru heim frá Sýrlandi og Írak eftir að hafa barist þar með hreyfingum íslamista. Þar með yrðu fangelsi aðeins vettvangur sem nýttur yrði til frekari útbreiðslu öfgasinnaðra skoðana. 

Kerchove minnti á vilja hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams til að ráðast á vestræn skotmörk. Á sama tíma vildu hryðjuverkasamtökin al-Kaída undirstrika að enn væri full ástæða til þess að taka þau alvarlega. Þannig væri vitað að al-Kaída í Sýrlandi væri á höttunum eftir fólki frá Evrópuríkjum sem ekki væri hægt að tengja við öfgar til þess að standa að árásum í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert