Ekki voru allir sáttir við nýjustu útgáfu dagblaðsins Charlie Hebdo á götum Beirút í kvöld. Fréttaritari AFP ræddi við nokkra einstaklinga og voru þeir allir á einu máli: Teikningarnar eru móðgandi.
Teikning af Múhameð spámanni mun prýða forsíðu blaðsins. Eins og fram hefur komið heldur hann á skilti sem á stendur: „Ég er Charlie Hebdo“ undir yfirskriftinni: „Allt er fyrirgefið“.
„Þessar teikningar eru óviðunandi,“ sagði einn viðmælandinn. „Enginn getur sætt sig við þetta. Þótt þetta væri ekki Múhameð spámaður. Ef þetta væri Jesús Kristur eða einhver annar spámaður væri þetta líka óviðunandi.“