Mitt Romney hefur ekki gefið bandaríska forsetaembættið upp á bátinn en hann hyggst reyna að ná kjöri í þriðja sinn, en nýr forsetinn verður kjörinn á næsta ári.
Þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum.
Romney, sem er repúblikani, er sagður farinn að undirbúa sig, m.a. með því að leita til styrktaraðila og dusta rykið af kosningavélinni.
Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir heimildarmanni úr röðum Repúblikanaflokksins, segir „næsta víst“ að Romney muni gera aðra tilraun árið 2016.
Romney bar sigur út býtum í forvali Repúblikanaflokksins árið 2012 og var andstæðingur Baracks Obama sem sóttist þá eftir endurkjöri.
Talið er að Romney geti mætt Jeb Bush, sem er ríkisstjóri Flórída og bróðir George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í forvalinu. Hafi Romney betur þykir líklegt að hann berjist við Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um forsetastólinn.
Mikill spenna ríkir í Washington vegna málsins. Romney, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, hefur undanfarna daga átt fundi með bandamönnum sínum og mögulegum styrktaraðilum.
Washington Post segir að eiginkona Romney sé reiðubúin að taka slaginn á ný. Þau eiga fimm syni, en þeir hafa enn ákveðnar efasemdir um ákvörðun föður síns.